Velkomin á ráðningarvef Toyota


Við leitum að starfsfólki sem býr yfir ríkri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, því markmið okkar er að veita viðskiptavinum Toyota framúrskarandi þjónustu. Starfsmenn byggja gildi sín og viðmið í starfi á The Toyota Way: Stjórnunar-, þjónustu- og mannauðsstefnu Toyota.


Toyota á Íslandi er innflytjandi Toyota bifreiða, vara- og aukahluta. Toyota Kauptúni er umboðsaðili Toyota bifreiða, vara- og aukahluta á höfuðborgarsvæðinu. Gagnkvæm virðing og náin samvinna eru hornsteinar daglegrar starfsemi Toyota á Íslandi og Toyota Kauptúni. Hverri áskorun er tekið fagnandi og leita starfsmenn stöðugt leiða til að tryggja áframhaldandi framfarir í öllu því sem við kemur starfsemi fyrirtækisins og þjónustu gagnvart viðskiptavinum þess.


  • Toyota
  • Kauptún 6
  • 210 Garðabær
  • Sími: 570 5070
  • Fax: 570 5001
  • info@toyota.is